Nýjast á Local Suðurnes

Endurnýja gatnalýsingu á næstu þremur árum – Aðeins eitt tilboð uppfyllti kröfur

Útboð á innkaupum gatnalýsingar fyrir Grindavíkurbæ fór fram síðastliðið haust, en til stendur að endurnýja lýsinguna í sveitarfélaginu á næstu þremur árum. Byrjað verður á 854 lömpum í fyrsta áfanga.

Tíu tilboð bárust í innkaup LED lampa vegna þessa fyrsta áfanga og uppfyllti aðeins eitt þeirra tíu tilboða sem bárust í verkefnið allar tæknilega- og lýsingarkröfur. Það var tilboð S. Guðjónssonar og var því tilboði því tekið eftir yfirferð. Um er að ræða LED lampa frá framleiðandanum Vizulo.

Innkaup eru fyrirhuguð í þremur áföngum næstu þrjú ár og hefst endurnýjun lampa í vor og sumar.

Tilboð S. Guðjónssonar er 40.574.845 krónur. Lægsta tilboðið frá Ludviksson hljóðaði upp á tæpar 19 milljónir króna en það uppfyllti ekki tæknilegar- og lýsingarkröfur. Kostnaðaráætlun Grindavíkurbæjar hljóðaði upp á 45.500.000 króna.