Nýjast á Local Suðurnes

Suðurnesjamenn í æfingahóp fyrir Norðurlanda- og Evrópumót U20 í körfunni

Finnur Freyr Stefánsson, landsliðsþjálfari U20 landsliðsins í körfuknattleik hefur valið 28 manna æfingahóp fyrir tvö stór verkefni sem framundan eru í sumar, Norðurlandamót 26. – 31. júní og svo Evrópumót 16. – 24.júlí.

Grindvíkingar eiga flesta fulltrúa í hópnum, eða þrjá, þá Hilmi Kristjánsson, Hinrik Guðbjartsson og Jón Axel Guðmundsson. Njarðvíkingurinn Ragnar Helgi Friðriksson er einnig í hópnum sem og Keflvíkingurinn Magnús Traustason. Þá er Njarðvíkingurinn Kristinn Pálsson sem leikur með Marist Collage í bandaríska háskólaboltanum einnig í hópnum.