Nýjast á Local Suðurnes

Breyttar dagsetningar í úrslitakeppni 1. deildar kvenna

Dagsetningum í undanúrslitum í úrslitakeppni 1. deildar kvenna hefur verið breytt, það er gert vegna þess að Grindavík og Keflavík eiga leikmenn í U19 landsliði Íslands sem fer til Finnlands 13. september og tekur þátt í undankeppni EM.

Þá á Grindavík leikmenn í landsliði Norður-Írlands sem leikur á sama tíma. Af þessum sökum hefur seinni leikjum í undanúrslitum og úrslitaleik mótsins verið frestað aftur fyrir landsleikjahlé.

Undanúslit – Fyrri leikur
lau. 10. sep. 14:00 ÍR – Grindavík
sun. 11. sep. 14:00 Keflavík – Haukar

Undanúrslit – Seinni leikur
fös. 23. sep. 16:00 Grindavík – ÍR
fös. 23. sep. 19:15 Haukar – Keflavík

Úrslitaleikur og leikur um 3. sæti
þri. 27. sep. 16 19:15