Silja Dögg fær fyrstu þingsályktunartillögu sína samþykkta á alþingi
Alþingi hefur samþykkt að þingsályktunartillögu Silju Daggar Gunnarsdóttur um að fela heilbrigðisráðherra að endurskoða reglur um greiðsluþátttöku ríkisins vegna tæknifrjóvgunarmeðferða fyrir árslok 2016. Við endurskoðunina verður meðal annars gætt að því að greiðsluþátttaka sjúkratrygginga nái til fyrstu glasafrjóvgunarmeðferðar og að greiðsluþátttaka sjúkratrygginga sé óháð því hvort pör eða einstaklingar eigi barn fyrir.
Þetta er fyrsta þingsályktunartillagan sem Silja Dögg fær samþykkta sem aðalflutningsmaður og hún var að vonum ánægð.
“Það var ansi góð stund.Ég vil þakka meðflutningsmönnu mínum og Velferðarnefnd fyrir stuðning og góða samvinnu.” Segir Silja í Facebook-færslu sem hún ritaði í tilefni af samþykktinni.