Hörður líklega á leið í Keflavík

Körfuknattleiksmaðurinn Hörður Axel Vilhjálmsson hefur fengið sig lausan undan samningi við lið Astana frá Kasakstan og er á heimleið.
Hörður segir í samtali við mbl.is að Keflavík sé fyrsti kostur og ætlar hann að hefja viðræður þar þegar hann kemur til landsins.