Leita að einstaklingi við gosstöðvarnar

Allar björgunarsveitir á Suðurnesjum hafa verið kallaðar út ásamt öllum björgunarsveitum á höfuðborgarsvæðinu, vegna leitar að einstaklingi sem er saknað við gosstöðvarnar í Geldingadölum.
Þetta kemur fram á vef mbl.is, en samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg varð maðurinn viðskila við samferðamann um miðjan dag. Þegar hraðleit á svæðinu skilaði ekki árangri hafi verið aukið við viðbragðið. Spor- og leitarhundar verða notaðir við leitina.