Nýjast á Local Suðurnes

Leita að einstaklingi við gosstöðvarnar

All­ar björg­un­ar­sveit­ir á Suður­nesj­um hafa verið kallaðar út ásamt öll­um björg­un­ar­sveit­um á höfuðborg­ar­svæðinu, vegna leit­ar að ein­stak­lingi sem er saknað við gosstöðvarn­ar í Geld­inga­döl­um.

Þetta kemur fram á vef mbl.is, en sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Lands­björg varð maður­inn viðskila við sam­ferðamann um miðjan dag. Þegar hraðleit á svæðinu skilaði ekki ár­angri hafi verið aukið við viðbragðið. Spor- og leitarhundar verða notaðir við leitina.