Nýjast á Local Suðurnes

AK-47 árásarriffill og afsagaðar haglabyssur á meðal þess sem gert var upptækt

Mynd: Skjáskot / Kvennablaðið

Lögreglan á Suðurnesjum taldi ekki ástæðu til að gera mikið úr húsleitarmáli sem upp kom í Innri-Njarðvík á þriðjudag, samkvæmt vefmiðlinum Vísi.is, en sjö voru handteknir í aðgerðinni þar sem lagt var hald á skotvopn og fleiri tegundir vopna, auk töluverðs magns af kannabisefnum og amfetamíni.

Nokkur fjöldi lögreglumanna, íklæddir skotheldum vestum, tók þátt í aðgerðinni, auk þess sem fíkniefnahundur var til taks á svæðinu.

Kvennablaðið hefur heimildir fyrir því að á meðal vopna sem vitni báru kennsl á og borin voru út úr húsnæðinu af lögreglumönnum hafi verið afskornar haglabyssur og að minnsta kosti einn AK-47 árásarriffill. Þá kemur fram í frétt Kvennablaðsins, líkt og í frétt Vísis, að lögregla hafi ekki tjáð sig um þessa aðgerð.