Nýjast á Local Suðurnes

Lykilmaður yfirgefur uppeldisfélagið

Kristinn Pálsson hefur ákveðið kveðja uppeldisfélagið Njarðvík og halda á ný mið í körfunni á næstu leiktíð, en hann hefur samið við Grindavík.

Kristinn hefur verið lykilmaður í Njarðvík síðustu tvö tímabil og er uppalinn hjá félaginu. Stjórn Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur þakkar Kristni fyrir samstarfið síðustu árin, í tilkynningu, og óskar honum velfarnaðar í sínum næstu verkefnum.