Nýjast á Local Suðurnes

Hörður Axel til Kasakstan

Körfuknattleiksmaðurinn Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður Keflavíkur, hefur samið við BC Astana í Kasakstan og gengur í raðir liðsins fyrir næstu leiktíð.

Hörður Axel lék stóran hluta síðasta tímabils með Keflavík, eftir að hafa reynt fyrir sér í atvinnumennsku í Grikklandi og Þýskalandi árin þar á undan.