Nýjast á Local Suðurnes

Hörður Axel til Belgíu

Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður Keflavíkur í körfuknattleik hefur samið við belgíska liðið Limburg United. Hörður hefur leikið tvo leiki með Keflvík í vetur og staðið sig vel, skorað 14 stig að meðaltali í leik, tekið 4,5 fráköst og átt 4,5 stoðsendingar. Frá þessu er greint á Vísi.is í morgun.

Limburg United mun leika í FIBA Europe Cup í vetur eftir að hafa lent í fjórða sæti belgísku deildarinnar á síðasta tímabili.