Nýjast á Local Suðurnes

Sigmundur Már á ferð um Evrópu við dómgæslu

Körfuknattleiksdómarinn Sigmundur Már Herbertsson er enn á ferð um Evrópu að dæma á vegum FIBA Europe. Nú er hann staddur í Belgíu þar sem hann dæmir tvo leiki.

Í gærkvöldi dæmdi hann leik Mons-Hainaut og Bakken Bears frá Danmörku þar sem heimamenn unnu öruggan sigur.

Í kvöld dæmir hann svo leik Antwerp Giants og CEZ Nymburk, fyrrverandi félags Harðar Axels Vilhjálmssonar. Báðir leikirnir eru í riðlakeppni 32-liða úrslita FIBA Europe Cup.

Meðdómarar Sigmundar í báðum leikjunum eru Regis Barders frá Frakkland og Zafer Yilmaz frá Tyrklandi en eftirlitsmaður er Trevor Pountain frá Englandi, segir á heimasíðu KKÍ.