Nýjast á Local Suðurnes

Sex skjálftar yfir þremur að stærð í nótt

Mynd: Visit Reykjanes

Alls hafa um 22.000 jarðskjálftar mælst við Keili og Fagradalsfjall undanfarna tíu daga, en frá miðnætti í nótt mældust sex skjálftar yfir 3,0 að stærð, sá stærsti klukkan um fjögur í nótt, 3,4 að stærð.

Þetta kemur fram á vef Veðurstofu, en þar segir að virkn­in sé enn að mestu bund­in við Fagra­dals­fjall og voru skjálft­arn­ir sex all­ir í um kíló­metra fjar­lægð frá fjall­inu.