Nýjast á Local Suðurnes

Kennir silkiþrykkingu – Aðeins 10 pláss í boði

Fimmtudaginn 13. október næstkomandi klukkan 17.00 ætla Heimskonur að koma saman og læra að silkiþrykkja bæði á pappír og efni með myndlistarkonunni Gillian Pokalo. 

Námskeiðið er öllum Heimskonum opið og kostar ekkert. Skráning á námskeiðið er þó nauðsynleg og það er hægt að skrá sig HÉR 

Athugið að aðeins 10 pláss eru í boði á þetta námskeið, segir í tilkynningu á vef Reykjanesbæjar.