Nýjast á Local Suðurnes

Njarðvíkingar skelltu í afmælisveislu fyrir einn dyggasta stuðningsmanninn

Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur hefur sýnt það undanfarin misseri að þar á bæ hugsa menn vel leikmenn sína og stuðningsmenn, og á því varð engin breyting þegar einn dyggasti stuðningsmaður liðsins í gegnum árin, Lára Ingimundadóttir fagnaði 45 ára afmæli sínu.

Láru var afhentur flottur blómvöndur fyrir leik liðsins gegn Stjörnunni á dögunum, í tilefni dagsins, en auk þess að vera einn öflugasti stuðningsmaður liðsins, hefur Lára unnið við nánast hvern einasta heimaleik liðsins undanfarin ár. Í leikhléi var svo blásið til heljarinnar afmælisveislu Láru til heiðurs, þar sem boðið var uppá flott bakkelsi og að sjálfsögðu köku skreytta í Njarðvíkurlitunum.

lara 45 njardv korfub

 

lara 45 njardv korfub2