Nýjast á Local Suðurnes

Bjóða upp á kvíða og sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir börn og unglinga

Almenn líðan barna og ungmenna á Íslandi hefur verið mikið í umræðunni undanfarið. Nýjustu rannsóknir sýna okkur að þeim líður mörgum ekki vel, þau eru kvíðin, eiga erfitt með að standa undir þeim kröfum sem fylgir því að vera ungmenni í dag og þá sérstaklega á samfélagsmiðlunum. Því getur oft fylgt brotin sjálfsmynd, félagsleg einangrun, einmannaleiki, kvíði og  litla sem enga trú á sjálfan sig.

Í þau 13 ár sem ég hef starfað með börnum og ungmennum hef ég orðið vör við þessa þróun, séð hvernig kvíði og almenn vanlíða hefur aukist og að okkur hefur vantað leiðir til að sporna við henni.  Ég hef reynt að vera dugleg að sækja mér þekkingu og menntun til að geta aðstoðað þau.  Ég kláraði Jákvæða sálfræði í vor og er búin með undirstöðunám í Hugrænni atferlismeðferð (HAM) einnig er ég menntaður tómstundafræðingur  og námsrágjafi og starfa við það í dag. Segir Lovísa Hafsteinsdóttir, einn af forsvarsmönnum verkefnisins í tilkynningu.

Það hefur því miður ekki verið mikið í boði fyrir börn og ungmenni sem upplifa þennan vanda á Suðurnesjum.  Ég ákvað að reyna að bregðast við því og er búin að setja saman kvíða og sjálfsstyrkingarnámskeið ásamt Gunnellu Hólmarsdóttur leikkonu sem sum ykkar þekkja frá leiklistanámskeiðinu „Leiktu með“ sem fór af stað í sumar. Námskeiðiðið er haldið í Fjölskyldusetri Reykjansbæjar og hefst 18.október og stendur yfir í 6 vikur, það er aldursskipt 5.-7. bekkur, 8.-10.bekkur og svo er 16-20 ára.

Á námskeiðinu verður lögð áhersla á heilbrigða sjálfsmynd, félagsfærni, að þekkja tilfinningar sínar, kvíða og styrkleika sína. Einng verður farið yfir þætti eins og hugarró, núvitund, hugrænar aðferðir sem hafa reynst mjög vel í vinnu með kvíða, ásamt  tjáningu og leik.  Námskeiðið er byggt upp út frá hugmyndafræði jákvæðra sálfræði og hugrænna atferlismeðferðar. Upplýsingar um námskeiðið er að finna á facebooksíðunni SEN, sem stendur fyrir Sjálfsmynd-Efling –Núvitund. Einnig er hægt að nálgast upplýsingar inn á sensjalfsstyrking@gmail.com.