Nýjast á Local Suðurnes

Ný hringtorg á Reykjanesbraut – Stefna á útboð í maí

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Stefnt er á að tvö hringtorg sem áætlað er að byggja á Reykjanesbraut fari í útboðsferli hjá Vegagerðinni í lok apríl eða byrjun maí, en hönnun á hringtorgunum er í fullum gangi hjá stofnuninni. Verkefnið er því enn á lista yfir þær framkvæmdir sem ráðist verður í samkvæmt samgönguáætlun, en ráðherra samgöngumála hefur sem kunnugt er boðað mikinn niðurskurð og frestun framkvæmda í málaflokknum.

Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti í febrúar síðastliðnum fjárveitingu á allt að 33 milljónum króna til framkvæmda við hringtorgin tvö á Reykjanesbraut, en annars vegar er um að ræða hringtorg á gatnamótum Aðalgötu og Reykjanesbrautar og hins vegar á gatnamótum Þjóðbrautar og Reykjanesbrautar.

Hringtorgin tvö eru ekki komin á lista Vegagerðarinnar yfir fyrirhuguð útboð, en Savanur G. Bjarnason, svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Suðursvæði sagði í samtali við Suðurnes.net að stefnt væri að því að bjóð verkið út um mánaðarmótin apríl/maí.

“Já, það er verið að vinna verkhönnun fyrir hringtorgin á fullu og hefur verið miðað við að hægt yrði að bjóða út um mánaðarmót apríl maí.” Sagði Svanur.