Ölvaður með þriggja ára barn á rúntinum

Ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af í nótt svaf ölvunarsvefni undir stýri í bifreið sinni þegar að var komið.
Bifreiðin var í gangi og tónlist í botni. Hann var handtekinn og færður á lögreglustöð.
Annar ökumaður sem var handtekinn fyrr í vikunni vegna ölvunaraksturs var með þriggja ára barn sitt með sér í bifreiðinni. Tilkynning var send á barnavernd, að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum.