Nýjast á Local Suðurnes

Ölvaður með þriggja ára barn á rúntinum

Ökumaður sem lög­reglan á Suðurnesjum hafði af­skipti af í nótt svaf ölv­un­ar­svefni und­ir stýri í bif­reið sinni þegar að var komið.

Bif­reiðin var í gangi og tónlist í botni. Hann var hand­tek­inn og færður á lög­reglu­stöð.

Ann­ar ökumaður sem var hand­tek­inn fyrr í vik­unni vegna ölv­unar­akst­urs var með þriggja ára barn sitt með sér í bif­reiðinni. Til­kynn­ing var send á barna­vernd, að sögn lög­regl­unn­ar á Suður­nesj­um.