Nýjast á Local Suðurnes

Mygla greindist í Myllubakkaskóla

Greinst hefur mygla í Myllubakkaskóla. Þetta kom fram á fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar í morgun. Formaður ráðsins leggur til að stofnaðir verði tveir starfshópar sem taki strax til starfa til að kanna umfang vandans og leita leiða til úrbóta eins fljótt og auðið er.

Annar hópurinn mun vinna að aðgerðum sem snúa að núverandi húsnæði og hinn mun skoða möguleika á að finna húsnæði til bráðabirgða ef þess reynist þörf.