Nýjast á Local Suðurnes

Möguleiki á meirihluta án Beinnar leiðar – “Þurfum ekkert að flýta okkur”

Ljósmynd: Reykjanesbær.is / OZZO

Óform­leg­ar viðræður eru í gangi á milli flokkana þriggja sem skipuðu meirihluta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar á síðasta kjörtímabili, Fram­sóknar, Sam­fylk­ingar og Beinnsar leiðar. Nú er farið yfir mál­efn­in og skoðað hvort flokkarnir nái sam­an, en möguleiki er á meirihlutastjórn án aðkomu Beinnar leiðar þar sem Samfylking og Framsókn nældu í sex bæjarfulltrúa.

“Við þurf­um ekk­ert að flýta okk­ur, við höf­um til 7. Júní hérna í Reykja­nes­bæ, þá er fyrsti bæj­ar­stjórn­ar­fund­ur nýrr­ar bæj­ar­stjórn­ar,“ seg­ir Hall­dóra Fríða Þorvaldsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins í samtali við mbl.is.

Í spjalli hennar við blaðamann miðilsins kom einnig fram að staða bæjarstjóra hafi ekki komið til umræðu enn sem komið er.

Þá hefur ákvörðun um samstarf Fram­sóknar og Sam­fylk­ingar án aðkomu Beinnar leiðar ekki verið tek­in, að sögn Halldóru.