Möguleiki á meirihluta án Beinnar leiðar – “Þurfum ekkert að flýta okkur”

Óformlegar viðræður eru í gangi á milli flokkana þriggja sem skipuðu meirihluta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar á síðasta kjörtímabili, Framsóknar, Samfylkingar og Beinnsar leiðar. Nú er farið yfir málefnin og skoðað hvort flokkarnir nái saman, en möguleiki er á meirihlutastjórn án aðkomu Beinnar leiðar þar sem Samfylking og Framsókn nældu í sex bæjarfulltrúa.
“Við þurfum ekkert að flýta okkur, við höfum til 7. Júní hérna í Reykjanesbæ, þá er fyrsti bæjarstjórnarfundur nýrrar bæjarstjórnar,“ segir Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins í samtali við mbl.is.
Í spjalli hennar við blaðamann miðilsins kom einnig fram að staða bæjarstjóra hafi ekki komið til umræðu enn sem komið er.
Þá hefur ákvörðun um samstarf Framsóknar og Samfylkingar án aðkomu Beinnar leiðar ekki verið tekin, að sögn Halldóru.