Nýjast á Local Suðurnes

300 manns vilja fá gufubað í Grindavík

Róbert Ragnarsson bæjarstjóri veitti í gær viðtöku undirskriftarlista frá sundlaugargestum í Grindavík sem óska þess að gufubað verði sett upp við sundlaugina sem allra fyrst.

Sigurgeir Sigurgeirsson, starfsmaður sundlaugarinnar, afhenti Róberti undirskriftarlistann en tæplega 300 manns skrifuðu undir þessa áskorun. Málið er í skoðun hjá bæjaryfirvöldum, segir á vef bæjarfélagsins.

undirskriftir gufubad grindavik