Nýjast á Local Suðurnes

Ölvaðir unglingar á ferðinni í ólöglegum bíl

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði undir nýliðna helgi bifreið sem í voru sjö ungmenni og var það tveimur fleira en bifreiðin var skráð fyrir. Flestir farþeganna sex voru ölvaðir, en þrír yngstu voru aðeins sextán og sautján ára. Þá voru hljólbarðar bifreiðarinnar í ólagi því þeir voru orðnir svo slitnir að þeir voru nánast án munsturs. Skráningarnúmerin voru því fjarlægð af bifreiðinni og barnaverndaryfirvöldum var gert viðvart um málið.

Þá voru tveir ökumenn færðir á lögreglustöð um helgina vegna gruns um ölvunarakstur.