Nýjast á Local Suðurnes

Geymslur ehf. opna í Reykjanesbæ – Hentug lausn fyrir einstaklinga og fyrirtæki

Fyrirtækið Geymslur ehf., er að færa ört út starfsemi sína og nú hafa Geymslur ehf. opnað útibú að Iðavöllum 13 í Reykjanesbæ. Þar með eru Geymslur staðsettar á fimm stöðum, þrjár starfsstöðvar eru í Reykjavík, ein í Garðabæ og nú í Reykjanesbæ.

Geymslur bjóða hentugan kost fyrir ýmsa hluti. Þar má nefna búslóðir, dánarbú, bókhaldsgögn og skjöl, lager fyrir fyrirtæki, efni og áhöldageymsla verktaka og bara allt annað sem þarf að geyma á góðum og öruggum stað. Þá má nefna að gott getur verið að geyma vetrarvörur í geymslu á sumrin, svo sem skíði og nagladekk.

Almennt séð eru Geymslur afar hentugt dæmi og það getur komið sér vel fyrir fyrirtæki og einstaklinga að eiga þess kost að leigja geymsluhúsnæði í hinum ýmsu stærðum hjá Geymslum ehf.

,,Self Storage Centers” eru vinsælt fyrirbæri í Bandaríkjunum og víðar. Geymslur ehf., var fyrsta fyrirtækið til að bjóða þessa þjónustu á Íslandi.

,,Við fylgjum ströngustu stöðlum um hreinlæti, öryggi, aðgang, innréttingar o.s.frv.,” segir Ómar Jóhannsson framkvæmdastjóri hjá Geymslum ehf.

Og hann heldur áfram: ,,Einkageymsla er húsnæði sem þú leigir í sérhæfðu geymsluhúsnæði. Húsnæðið er sérstaklega innréttað til að uppfylla strangar öryggiskröfur varðandi bruna- og innbrotavarnir, auk þess að vera vaktaðar með öryggismyndavélum sem tengdar eru stjórnstöð Securitas.”

Geymslur6

Geymslur ehf. bjóða upp á margar stærðir af geymsluplássi

Mikið öryggi hjá Geymslum ehf

Þeir sem leigja sér geymslu geta verið öryggir um að fyllsta öryggis sé gætt varðandi til dæmis vatns-, bruna- og innbrotavarnir.

,,Þeir sem leigja geymslu hjá okkur á Iðavöllum hafa aðgang að geymslunni, allan sólarhringinn, alla daga ársins. Svo einfalt er það. Það er aldrei lokað hjá okkur. Allar geymslur eru með sérstakan innbrotavarnar búnað” segir Ómar.

Geymslurnar sem um ræðir eru í hinum ýmsu stærðum eða allt frá 1,3 fermeter og upp í 15,4 fermetra og allt þar á milli, allt eftir því hvað viðskiptavinurinn þarf.

,,Þeir sem byrja smátt og vilja síðan kannski stækka við sig geta gert það á mjög einfaldan hátt. Þetta fer allt eftir þörfum hvers og eins og við leggjum okkur fram við að þjónusta viðskiptavini okkar eins vel og okkur er kostur.”

Geymslur2

Húsnæðið er snyrtilegt og vel vaktað í samstarfi með Securitas

Allur kostnaður innifalinn

,,Verðin fara vitanlega eftir stærð hverrar geymslu en allur kostnaður við geymslurnar er innifalinn í leiguverðinu.  Allur kostnaður af rekstri húsnæðisins er innifalinn. Hiti, rafmagn, brunaviðvörunarkerfi, öryggiskerfi, eftirlitsmyndakerfi, aðgangsstýringakerfi og fleira,” segir Ómar Jóhannsson framkvæmdastjóri.

Hvort sem þig vantar geymslu í lengri tíma eða skemmri þá eru Geymslur ehf. með húsnæðið sem hentar þér!

Leigutími getur verið frá 30 dögum eða bara eins lengi og hentar fyrir hvern og einn viðskiptavin.

Geymslur5