Nýjast á Local Suðurnes

Ómar Jóhannsson hættur hjá Njarðvík

Ómar Jóhannsson

Ómar Jóhannsson er hættur sem aðstoðarþjálfari og markvörður Njarðvíkinga í knattspyrnu. Ómar, sem hefur leikið með Njarðvíkingum undanfarin ár samhliða aðstoðarþjálfarastöðunni staðfesti þetta í samtali við Suðurnes.net og sagði framtíðina óráðna í boltanum.

Aðspurður hvort hanskarnir væru á leið á hilluna frægu, sagði Ómar, sem á að baki 229 leiki með meistarflokki og 34 landsleiki með yngri landsliðum Íslands, skrokkinn vera í góðu lagi og hann myndi halda áfram í boltanum ef eitthvað spennandi tækifæri kæmi inn á borð til hans.

“Ég er bara að skoða stöðuna, í rauninni. Ég er nokkuð góður í skrokknum þannig að ef eitthvað spennandi tækifæri kemur upp um að spila þá getur verið að ég taki það.” Sagði Ómar.