Nýjast á Local Suðurnes

Gul viðvörun fyrir Suðurland – Stormur í kortunum

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland frá klukkan þrjú í nótt. Hún gildir til klukkan 15 síðdegis á morgun en búast má við hvassviðri eða stormi á svæðinu.

Á Faxaflóa er varað við hvassviðri eða stormi frá klukkan sex í fyrramálið og er gul viðvörun í gildi þar til klukkan sex á miðvikudagsmorgun.