Leik Keflavíkur og Snæfells frestað vegna veðurs

Fresta þarf leik Snæfells og Keflavíkur í úrslitum Domino´s deildar kvenna í kvöld vegna veðurs. Leikurinn mun fara fram á morgun þriðjudaginn 18. apríl. Frá þessu er greint á heimasíðu KKÍ.
Þar sem leikur KR og Grindavíkur í úrslitum Domino´s deildar karla er einnig á morgun er búið að færa hann til svo að það verði ekki skörun; KR-Grindavík verður kl. 18.15 og Snæfell-Keflavíkur verður kl. 20.00.