Nýjast á Local Suðurnes

Keflavík fær Þór Þ. í heimsókn og Grindavík mætir ÍR í Maltbikarnum

Búið er að draga í 16-liða úrslit karla í Maltbikarnum, Keflavík dróst gegn Þór Þorlákshöfn og Grindavík gegn ÍR. Leikirnir fara fram 4.-5. desember næstkomandi.

Alls voru níu lið úr Domino’s deildinni, fjögur úr 1. deildinni og þrjú úr neðri deildum í skálinni.

Eftirtalin lið drógust saman í 16-liða úrslitin:
Njarðvík-b · Höttur
Keflavík · Þór Þorlákshöfn
Valur · Skallagrímur
FSu · Sindri
Grindavík · ÍR
Haukar · Haukar-b
Þór Akureyri · Tindastóll
KR · Fjölnir