Nýjast á Local Suðurnes

Fjörheimafjör á þjóðhátíðardaginn

Fjörheimar bjóða grunnskólanemum upp á metnaðarfulla skemmtidagskrá á þjóðhátíðardaginn, 17. júní.

Leikar hefjast á pylsupartí í Fjörheimum frá klukkan 18:30-19:30 (eða á meðan birgðir endast) fyrir krakka sem voru að ljúka 4.-10.bekk.

Um kvöldið, eða frá klukkan 20, hefst skemmtidagskrá fyrir nemendur sem hafa lokið 7.-10. bekk. Þar verður boðið upp á leiki og glæsilegt dansatriði frá Danskompaní. Rúsínan í pylsuendanum er svo skemmtun með Ingó og nokkrum Veðurguðum.

Mynd: Wikipedia