Nýjast á Local Suðurnes

Fjölskylduskemmtun Björgunarsveitarinnar Suðurnes í kvöld

Björgunarsveitin Suðurnes heldur sína árlegu fjölskylduskemmtun í kvöld við húsnæði sveitarinnar að Holtsgötu 51 í Reykjanesbæ. Í boði verða hin ýmsu skemmti- og tónlistaratriði auk þess sem vonast er til þess að jólasveinninn kíki í heimsókn með gjafir fyrir börnin.

Skemmtunin hefst klukkan 20 og endar svo að vanda á glæsilegri flugeldasýningu í brekkunni við Grænás. Björgunarsveitarfólk hvetur alla bæjarbúa til að mæta og kíkja við í leiðinni á flugeldamarkað sveitarinnar sem verður opinn á eftirtöldum tímum fyrir áramótin:

Mánudagurinn 28. desember frá 13-22
Þriðjudagurinn 29. desember frá 13-22
Miðvikudagurinn 30. desember frá 10-22
Fimtudagurinn 31. desember frá 10-16