Nýjast á Local Suðurnes

Hækka aldurstakmark og bjóða upp á vinsælar ballhljómsveitir

Breytt aldurstakmark og ný stefna mun verða við lýði á skemmtistaðnum H-30 við Hafnargötu í framtíðinni, en aldurstakmarki staðarins hefur verið breytt á þann veg að lágmarksaldur verður 20 ár.

Þá munu einnig verða breytingar á tónlistarstefnu staðarins, en boðið verður upp á lifandi tónlist um helgar og má búast við því að einhverjar af vinsælustu hljómsveitum landsins muni stíga á svið.

Boðið verður upp á veglega dagskrá um helgina og verður miðaverði á þessa fyrstu tónleika eftir stefnubreytingar stillt í hóf, en einungis kostar litlar 1.500 krónur inn og nýtt aldurstakmark er sem fyrr segir 20 ár.