Nýjast á Local Suðurnes

Ölvaður ökumaður velti bifreið – Ekki vitað hvar eða hvenær

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Lög­regl­an á Suður­nesj­um hand­tók þrjá karl­menn sem voru í afar ann­ar­legu ástandi í skemmdri bif­reið í íbúa­götu í Kefla­vík síðastliðið laug­ar­dags­kvöld. Grun­ur leik­ur á ölv­un við akst­ur og þá tel­ur lög­regl­an ljóst, sé miðað við skemmd­ir á bif­reiðinni, að hún hafi oltið. Óljóst er hvar það gerðist.

Aðal­varðstjóri seg­ir í sam­tali við mbl.is að bif­reiðin hafi verið tölu­vert skemmd og lík­legt þyki að hún hafi oltið. Hins veg­ar sé ekki vitað hvar eða hvenær það gerðist.