Nýjast á Local Suðurnes

Föstudagspistillinn: Pólitík og gleði eða kannski bara pólitísk gleði

Föstudagspistillinn að þessu sinni – stútfullur af pólitík og gleði – ég meina pólitískri gleði.

„Litla gulan hænan lifir góðu lífi því miður“ sagði Vigdís Hauksdóttir, eftir að úrslitið voru ljós í formannsslag Framsóknarflokksins. Já dramatíkin tekur á sig ótal myndir og nú er það komið í myndlykingar við barnaævintýrin.Ég spyr þá hvort Sigmundur Davíð sem strunsaði út af þinginu eftir að hans eigin flokkssystkini káluðu pólitíska ferlinum hans séþá í raun litla stúlkan með eldspýturnar.Miðað við stuðningsmenn hans þá var þará ferð himnasending í íslensk stjórnmál, eini sem kveikti á eldspýtu fyrir þjóðina, eini sem kveikti á eldspýtu fyrir heimilin. En formannsembættið var síðasta eldspýtan og hún brann út, alltof fljótt miðað við sorgina sem ríkir hjá stuðningsmönnum. Framsóknarflokkurinn var stofnaður 1916 og er Sigmundur Davíð annar formaðurinn í sögu flokksins semer felldur. Hinn, Jónas frá Hriflu var talinn vera veikur á geði.

arni arna keflavikurn

Það hefur verið í sterk rödd þess efnis að góðærið sé ekki að skila sér sem skyldi til almennings. Það á að vísu við á einhverjum sviðum, en stundum fer lítið fyrir sumum fréttunum. Það á við um frétt þess efnis að meirihluti Samfylkingar, VG, pírata og Bjartrar framtíðar í borgarstjórn er alfarið á móti lækkunum til neytenda hjá OR: Já Orkuveita Reykjavíkur tók dífu í hruninu og þá var ákveðið að hækka gjöld á neytendur á meðan unnið yrði úr vandanum. Stjórn OR telur að best að verðlauna trygga viðskiptavini sem ekki snéru sér annað við hækkunina og lækka gjöldin. Meirihlutinn í borginni er andvígur þessum aðgerðum. Það er mikilvægara fyrir meirihlutan að fá meiri arð greiddan frá OR. Já hrifsa lækkun borgarbúa til sín í von um að geta nýtt arðinn í skuldafenið eða í nýjan hjólastíg. Ég lít á þetta sem leið meirihlutans til að hækka í raun útsvar borgarbúa með krókaleiðum – þetta má kalla skattinnheimtu. Nú er spurning hvort tryggð viðskiptavina OR fari minnkandi og kjánaleg hegðun meirihlutans fækki í raun viðskiptavinum OR.

Edie Simms, 102 ára krútt er búsett í Missouri í Bandaríkjunum. Þessi eiturhressa kona á bucket list – lista yfir það sem henni langar að gera áður en hún deyr. Hún hefur aldrei verið handtekin á ævinni og fékk þá ósk uppfyllta á dögunum. Starfsmenn félagsmiðstöðvar eldri borgara komu því í kring og mætti lögreglan á elliheimilið undir blikkandi ljósum með tilheyrandi hávaða og handtóku hana. Sú gamla krafðist þess að vera handjárnuð. Gömlu var dröslað í aftursætið og ekið í félagsmiðstöðina þar sem vtið tók bingó. Edie var hæst ánægð með handtökuna og ég skil hana vel, stæðilegir lögreglumenn í fullum skrúða með handjárnin á lofti kastar fram skemmtilegum hugmyndum í kollinn á mér.

Skemmtilegt að fylgjast með kosningabaráttunni. Horfði á kosningaþátt á RÚV í vikunni þar sem Oddný Harðar, vinkona mín og formaður Samfylkingarinnar talaði um sanngjarna skatta. Ég verð að viðurkenna að það þykir mér frekar óljóst. Samfylkingin horfir mikið til hinna sterku velferðaríkja á norðurlöndum. Þar er víst að finna svör við öllum þeim vanda sem steðjar að í íslensku samfélagi. Samt liggur fyrir að þar er að finna mun meira af einkarekstri í heilbrigðiskerfinu en tíðkast á Íslandi. Þá er til að mynda í Noregi einkavæðing hvað varðar barnaverndarnefndir. Samfylkingin vill ekki heyra á það minnst að einkarekstur eigi sér stað í heilbrigðiskerfinu þrátt fyrir að tannlæknar, augnlæknar, dvalarheimili, lýtalæknar og meira til sé nú þegar einkarekið.

Ég hef mikið spáð í því hvað fólk er að gera með skartgripi upp á milljarð króna með sér á hótelherbergi í öðru landi. Við vitum fjölmiðlafárið vegna ránsins í París þar sem ræningjar í lögguklæðum ruddust inn á Kim Kardashian. Hún var greinilega með lagerinn eins og lagði sig frá Jóni og Óskari á laugarveginum. Öryggisvörðurinn hennar var óheppilega ekki staddur á svæðinu. Þarf ég að hringja í lögregluna og leysa þetta mál. Hún ein á hóteli með skartgripi fyrir miljarð á borðinu. Auðvitað skipulagði öryggisvörðurinn hennar þjófnaðinn. En á sama og ég er gáttaður yfir þessum skartgripum birtist viðlíka frétt frá Íslandi. Þar er sagt frá íslenskri konu sem fór á AA fund og var rænd aleigunni. Ég á líka erfitt með þessa frétt, sá seki var á fundinum með henni, getur ekki verið flókið að leysa þetta mál – öðru lagi, hver er með aleiguna í veskinu ? Er það hægt ? Meðal annars var bíl- og húslyklum stolið, það er gott að ekki var öll aleigan í einu veski, hérna er yfirlýsingagleðin að hlaupa með fólk.

Frjálslyndi er yfirskrift Viðreisnar, en þar má finna gamla stjórnmálamenn sem dustað hefur verið rykið af. Ein þeirra er Þorgerður Katrín sem virðist ekki alveg vera að kafna í frjálslyndinu. Hún er sammála búrkubanni. Samkvæmt stjórnarskrá er trúfrelsi í landinu og búrkur falla undir trúarlegs gildi. Það er spurning hvort víðsýni og frjálslyndi flokkurinn Viðreisn leggist gegn því að konur gangi í síðbuxum.

Norskur neðri deildarþjálfari í norska boltanum sér væng sína útbreidda með að fá sæði hjá stórstjörnum fótboltans á borð við Ronaldo. Hann telur það boltanum til framdráttar að nota kappana sem sæðisgjafa. Við Ronaldo þurfum að taka þetta til umræðu í næsta koddahjali hjá okkur en ég er ekkert viss um að ég samþykki fjöldaframleiðslu á Ronaldo.

Opnaður hefur verið fyrsti „Dine in the dark“ veitingastaðurinn á Íslandi. Hann er staðsettur á Suðurlandi og njóta gestir veitinganna í algjöru myrkri. Kannski er þetta eitthvað sem koma skal fyrst að veitingarstaðir selja löngu sem skötusel og framvegis. Maður pantar sér en hefur enga hugmynd hvað er á disknum sem maður er að snæða.

Góða helgi