Nýjast á Local Suðurnes

Farangursvagn frá samkeppnisaðila olli WOW-air 100 milljóna króna tjóni

Airbus A330 breiðþota flugfélagsins WOW-air skemmdist eftir að farangursvagn frá IGS, dótturfélagi Icelandair, fauk á hana í óveðrinu á annan í páskum og fjölmargir viðskiptavinir félagsins urðu strandaglópar í Miami vegna þessa.

WOW-air telur að tjónið vegna þessa atviks nemi um 100 milljónum króna, en auk viðgerðarinnar þurfti félagið að leigja 529 sæta breiðþotu vegna atviksins.

„Það er ekki búið að taka saman hversu mikið tjónið er en ég get sagt að kostnaður verður yfir 100 milljónir króna,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, við Fréttablaðið.