Nýjast á Local Suðurnes

Base hótel Skúla Mogensen sett á sölu

Skúli Mo­gensen hef­ur sett fjór­ar fast­eign­ir í Ásbrú­ar­hverf­inu í sölu­ferli, eignirnar eru samtals um 10.000 fermetrar. Er bú­ist við að sölu­verðið nemi þrem­ur millj­örðum ís­lenskra króna, segir á vef mbl.is og verður fjár­magnið notað til þess að fjár­magna nýj­ar höfuðstöðvar WOW air.

Um er að ræða fasteignir  sem leigðar eru út með lang­tíma­leigu­samn­ing­um við WOW air og Base hót­el sem eru syst­ur­fé­lög í 100% eigu Skúla.