Base hótel Skúla Mogensen sett á sölu

Skúli Mogensen hefur sett fjórar fasteignir í Ásbrúarhverfinu í söluferli, eignirnar eru samtals um 10.000 fermetrar. Er búist við að söluverðið nemi þremur milljörðum íslenskra króna, segir á vef mbl.is og verður fjármagnið notað til þess að fjármagna nýjar höfuðstöðvar WOW air.
Um er að ræða fasteignir sem leigðar eru út með langtímaleigusamningum við WOW air og Base hótel sem eru systurfélög í 100% eigu Skúla.