Nýjast á Local Suðurnes

Til umræðu að bjóða fleiri störf í sumar vegna uppsagna á Keflavíkurflugvelli

Suður­nesja­bær hefur til athugunar að ráða nem­end­ur fram­halds­skóla og há­skóla til vinnu við verk­efni hjá bæj­ar­fé­lag­inu í sum­ar, ef þeir fá ekki vinnu á Kefla­vík­ur­flug­velli vegna gjaldþrots WOW air.

Ein­ar Jón Páls­son, for­seti bæj­ar­stjórn­ar, seg­ir að þetta sé ein þeirra aðgerða sem til umræðu sé og verði ör­ugg­lega gripið til henn­ar ef ekki verði vinnu að hafa í sum­ar.

Fall WOW air er áfall fyr­ir íbúa sveit­ar­fé­lag­anna á Suður­nesj­um, sér­stak­lega Reykja­nes­bæj­ar og Suður­nesja­bæj­ar. Hluti starfs­manna flug­fé­lags­ins sem misstu vinn­una við gjaldþrotið og var sagt upp af þjón­ustu­fyr­ir­tækj­um í kjöl­farið er bú­sett­ur í þess­um sveit­ar­fé­lög­um.