Nýjast á Local Suðurnes

Sektarsjóðir boltafólks í Grindavík settir í góð málefni

Stelpurnar í meistaraflokki kvenna í Grindavík létu gott af sér leiða á dögunum og settu sektarsjóð sumarsins í gott málefni, en þær hétu á Petru Rós Ólafsdóttur, stjórnarmann í kvennaráðinu, sem hljóp til styrktar FAAS í Reykjavíkurmaraþoninu síðastliðinn laugardag. Þær skoruðu svo á strákana í meistaraflokki að gera slíkt hið sama. Strákarnir gátu ekki verið minni menn og settu sinn sjóð líka í gott málefni, en þeir hétu á Sverri Tý Sigurðsson sem hljóp fyrir félagið Einstök börn.

Sverrir hljóp ásamt móður sinni, Birgittu Káradóttur, og saman hafa þau náð að safna yfir 100.000 krónum fyrir Einstök börn, og er meistaraflokkur karla í Grindavík þeirra stærsti bakhjarl.

sverrirs grindavik

Leikmenn meistaraflokks karla í Grindavík styrktu gott málefni – Mynd: Grindavik.is