Nýjast á Local Suðurnes

Víðismenn taka þátt í áskorun Dizzygoals – Myndband!

Leikmenn Víðis tóku í kvöld þátt skemmtilegri áskorun #‎Dizzygoals‬ fyrir The Global Goals sem felur í sér að leikmenn hlaupi þrettán hringi í kring um fótbolta áður en þeir taka víti. Er það gert til að rugla jafnvægisskyn leikmannana.

Er um vinsæla áskorun að ræða hjá fótboltamönnum þessa dagana en líklega eru Víðismenn þeir fyrstu á Íslandi sem taka þátt.

Allir leikmenn Víðis sem tóku þátt áttu erfitt með að fóta sig eftir snúninginn en enduðu þó flestir á að setja boltann í autt netið. Myndböndin er hægt að sjá á Facebooksíðu Víðis.

Nánari upplýsingar um áskorunina má finna með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan:
http://www.globalgoals.org/dizzy-goals/

Á myndbandinu hér fyrir neðan má sjá Halldór Gísla Ólafsson taka áskorunina og eins og áður sagði má finna öll myndböndin á Facebooksíðu Víðis

.