Nýjast á Local Suðurnes

Grunnskólar í Grindavík bjóða upp á hafragraut

Í samstarfi við Foreldrafélag Grunnskóla Grindavíkur verður boðið upp á hafragraut alla morgna áður en skóli hefst, frá kl. 7:30- 8:00, nemendum að kostnaðarlausu. Þetta kemur fram á heimsíðu Grindavíkurbæjar.

Þær Katrín Þorsteinsdóttir og Þórunn Jóhannsdóttir sjá um að elda á Ásabrautinni og Sigurbjörg Guðmundsdóttir (Didda) eldar í Hópsskóla.