Nýjast á Local Suðurnes

Hluta Garðskagavegar lokað vegna framkvæmda

Mynd: Facebook / Loftorka

Í dag er unnið við malbikun á Garðskagavegi og verður veginum lokað milli Miðnesheiðarvegar og golfvallar við Leiru.

Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að umferð verði beint um Sandgerðisveg, en opið verður að golfvelli frá Garði. Framkvæmdir byrja kl 8.00 og verður lokað frá 9.00 til 18.00.