Nýjast á Local Suðurnes

Fræsa og malbika á fullu – Búast má við lítilsháttar töfum á umferð

Mislæg gatnamót við Krýsuvíkurveg - Mynd: Vegagerðin

Í dag, mánudaginn 19. júní er verið að fræsa og malbika hægri akrein við Grindavíkurveg, í átt að Keflavík. Akreininni er lokað á meðan,  umferðahraði lækkaður framhjá vinnusvæðinu og má búast við lítilsháttar umferðartöfum milli kl. 8:00 og 14:00.

Einnig er stefnt að því að fræsa og malbika hægri öxl á Reykjanesbraut hjá Hvassahrauni, í átt að Reykjavík. Akreininni verður lokað á meðan, umferðahraði lækkaður við vinnusvæðið og má búast við lítilsháttar umferðartöfum frá kl. 11:00 til kl. 20:00