Nýjast á Local Suðurnes

Fræsa og malbika Njarðarbraut

Vegagerðin áætlar að fræsa og malbika vegkafla á Njarðarbraut. Fræsing hefst í dag, mánudag, við Krossmóa.

Markmiðið er að fræsa  á mánudaginn og malbika á þriðjudaginn. Framkvæmdir fara fram á hefðbundum vinnutíma frá kl.  8:00 til 16:00, segir í tilkynningu á vef Reykjanesbæjar. Þá er greint frá því á vef Vegagerðarinnar að viðeigandi merkingar og hjáleiðir verði settar upp.