Nýjast á Local Suðurnes

Reykjanesbrautin á óvissustig og gæti verið lokað með stuttum fyrirvara

Mynd: Björgunarsveitin Þorbjörn

Vegagerðin hefur sett Reykjanesbraut á óvissustig, í dag 31. janúar til klukkan 20 og gæti veginum því verið lokað með stuttum fyrirvara. Gul veðurviðvörun er fyrir Suðurnesjasvæðið, en búist er við vindi allt að 22 m/s upp úr hádegi.

Bú­ast má við miklu skafrenn­ing­skófi og skyggni verður um tíma um og inn­an við 100 metr­ar, ekki síst á Suður­nesj­um og á Höfuðborg­ar­svæðinu.

Bæði verður blint og hætt við veru­legri ófærð jafnt inn­an­bæjar sem og úti á veg­um.