Nýjast á Local Suðurnes

Björn Lúkas með rothögg í annari lotu – Myndband!

Hnefaleikakeppni þar sem bestu boxarar landsins kepptu fór fram í húsnæði Hnefaleikafélags Reykjaness á Ljósanótt. Það var athyglisvert við þessa keppni að þar var í fyrsta skipti keppt án grímu hér á landi.

Á meðal keppenda var margreyndur bardagakappi úr Grindavík, Björn Lúkas Haraldsson, hann var að keppa í hnefaleikum í fyrsta skipti og gerði sér lítið fyrir og vann bardagann á rothöggi í annari lotu.

Hér má sjá myndband af bardaganum.