Nýjast á Local Suðurnes

Kristinn í Njarðvík – Mörg lið sýndu leikmanninum áhuga

Körfuknattleiksmaðurinn Kristinn Pálsson hefur skrifað undir samning um að leika með Njarðvíkingum í Dominos-deildinni í körfuknattleik út þetta tímabil og næstu tvö árin að auki.

Kristinn var lykilmaður í liði Marist á fyrsta ári sínu í háskóla vestanhafs og var með 8,7 stig að meðaltali í leik og 4,4 fráköst. Hann var með 4,4 stig og 2,6 fráköst að meðaltali á síðasta tímabili.

Njarðvíkingar eru að vonum ánægðir með að hafa landað samningi við leikmanninn, ein og sjá má í Facebook-færslu liðsins hér fyrir neðan, en samkvæmt heimildum Suðurnes.net höfðu nokkur lið hér á landi áhuga á að fá Kristinn til liðs við sig.