Nýjast á Local Suðurnes

Grannaslagur í Ljónagryfjunni

Grannaslagur fer fram í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik klukkan 16:30, þegar Njarðvík tekur á móti Keflavík í Ljónagryfjunni.

Þetta er síðasti leikur liðanna fyrir áramót, en staða grannana er ólík í deildinni þar sem Njarðvíkurstúlkur eru enn án stiga á meðan Keflvíkingar eru í toppbaráttunni með 16 stig í fjórða sæti. Njarðvíkingar eru staðráðnir í að landa sínum fyrstu stigum í deildarkeppninni á meðan Keflvíkingar stefna á annað sætið með sigri í dag.