Nýjast á Local Suðurnes

Kristinn Friðriks átti næstum því svalasta skot ársins – Myndband!

Kristinn Friðriksson, fyrrum þjálfrari Tindastóls og leikmaður Keflavíkur í körfuknattleik, var á sínum tíma einhver magnaðasta skytta körfuboltans á Íslandi og þó víðar væri leitað.

Kristinn, sem gekk undir nafninu, “Kiddi Gun” var þekktur fyrir mögnuð þriggja stiga skot, sum tekin nánast við miðlínu og því var kjörið að fá þennan magnaða fyrrum körfuknattleiksmann og nú stjórnanda Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport til að spreyta sig á miðlínu-skoti í hálfleik á leik KR og Hauka í gær.

Kiddi rölti í jakkafötunum, hlóð í eitt sky-hook frá miðju og var ca 1 cm frá því að setja boltann ofan í. Þetta var næstum því svalasta skot vetrarins! – SportTv náði skotinu á myndband, sem sjá má hér fyrir neðan.