Nýjast á Local Suðurnes

Arnór Ingvi ekki með gegn Írlandi

Arnór Ingvi Traustason mun ekki taka þátt í vináttulandsleik Íslands og Írlands, sem fram fer á þriðjudag. Arnór Ingvi varð fyrir smávægilegum meiðslum í landsleiknum gegn Kosóvó í gær og varð að fara af leikvelli á 72. mínútu en hann var tæpur fyrir leikinn.

Arnór Ingvi var var í byrjunarliði landsliðsins í gær og var einn besti maður liðsins í 1-2 sigri á Kosóvó.