Nýjast á Local Suðurnes

Sara efst í undankeppni fyrir Heimsleikana – Sjáðu einvígi Söru og Katrínar hér!

Njarðvíkingurinn Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir tapaði naumlega gegn Katrínu Tönju Davíðsdóttur, í einvígi í crossfit, sem fram fór Bandaríkjunum í gær. Um var að ræða síðustu keppni af fimm í undankeppninni fyrir Heimsleikana í crossfit, sem fram fara í Wisconsin í Bandaríkjunum í sumar.

Ragnheiður Sara er efst allra kvenna sem freista þess að komast á Heimsleikana en Katrín Tanja er í fimmta sæti.