Nýjast á Local Suðurnes

Bjóða bæjarbúum á fund um Stapaskóla

Fyrsta skóflustungan að nýjum skóla var tekin í lok árs 2017

Miðvikudaginn 16. janúar næstkomandi mun Reykjanesbær standa fyrir kynningu á Stapaskóla í Njarðvíkurhverfi, en framkvæmdir við byggingu skólans hófust á dögunum. Kynningin stendur yfir á milli  klukkan 17:30 og 18:30 á sal Akurskóla við Tjarnarbraut.

Foreldrar/forráðamenn barna í Dalshverfi og áhugasömir um framkvæmdina eru hvattir til að mæta á fundinn. Kjartan Már Kjartanson, bæjarstjóri, Helgi Arnarson, fræðslustjóri og Guðlaugur Helgi Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs Reykjanesbæjar munu sjá um kynninguna.