Nýjast á Local Suðurnes

Erfitt hjá veikri Söru Sigmunds og félögum í Melbourne

Mynd: Facebook DFC

Úrvalslið Evrópu í crossfit átti ekki sinn besta dag þegar liðið tók þátt í Crossfit Invitational sem fram fór í Melbourne í Ástralíu um helgina. Liðið sem skipað er þremur Íslendingum, þar á meðal Suðurnesjakonunni Ragnheiði Söru Sigmundsdóttur, lenti í fjórða og þar með neðsta sæti í keppninni.

Í umfjöllun um mótið á vef Crossfit-samtakanna kemur fram að Ragnheiður Sara hafi verið veik og ekki náð að taka þátt í æfingum liðsins dagana fyrir mótið.