Nýjast á Local Suðurnes

Fimm frá Suðurnesjum á Íslandsmótinu í crossfit sem hefst í dag

Fimm keppendur frá Crossfit Suðurnes eru á meðal þeirra 120 þátttakenda sem munu keppa á Íslandsmótinu í crossfit, Reebook Iceland Throwdown, sem hefst í dag í íþróttahúsinu í Digranesi í Kópavogi. Mótið mun standa yfir fram á sunnudag.

Í kvennaflokki munu taka þátt þær Ragnheiður Sara, Jóna Margrét,  Íris Rut og Jóhanna Júlía og í karlaflokki mun Andri Þór taka þátt fyrir hönd Crossfit Suðurnes.

Allar upplýsingar um keppnistíma og greinar má finna hér.